[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Súmatra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hæðarkort af Súmötru
Kort.
Rafflesia, stærsta blóm í heimi finnst á Súmötru.

Súmatra er eyja í Indónesíu. Hún er vestust Sundaeyja og stærsta eyjan sem tilheyrir Indónesíu að fullu. Eldvirkni er mikil vestan megin á eyjunni og stórir jarðskjálftar tíðir þar sem eyjan er vestast í Eldhringnum umhverfis Kyrrahaf. Flatarmál er um 473 000 km² og eru íbúar um 50 milljónir (2014). Medan er stærsta borgin og eru yfir 50 tungumál töluð á eyjunni. Kaffiframleiðsla er mikilvæg atvinnugrein.

Regnskógur er á Súmötru en hann hefur minnkað um helming á síðustu áratugum. Fjöll eru sunnan og vestan megin á eyjunni og er eldfjallið Kerinci hæsti punkturinn eða 3805 metrar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.