[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tokugawa Ietsuna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tokugawa Ietsuna

Tokugawa Ietsuna (japanska: 徳川 家綱; 7. september 16414. júní 1680) var sjógun eða herstjóri yfir Japan, sá fjórði af Tokugawa-ættinni. Hann var elsti sonur Tokugawa Iemitsu. Faðir hans lést 1651 þegar hann var aðeins tíu ára gamall og því var fimm manna stjórnarráð skipað til að stjórna landinu í hans nafni.

Meðal þess sem Ietsuna þurfti að takast á við var óánægja ronin, samúræja án yfirboðara sem skipulögðu Keianuppreisnina gegn honum 1651. 1657 varð Meirekibruninn í Jedó og tvö ár tók að endurreisa borgina.

Þegar Ietsuna tók sjálfur við völdum um tvítugt voru flestir ráðgjafar hans látnir. Eftir það voru ríkisár hans að mestu friðsæl.


Fyrirrennari:
Tokugawa Iemitsu
Sjógun
(1651 – 1680)
Eftirmaður:
Tokugawa Tsunayoshi