[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ninja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ninja

Ninja (忍者 bókst. „Sá sem læðist“) eða shinobi (忍び) á einkum við sögulega stríðsmenn í Japan til forna sem voru sérþjálfaðir í hinu japanska ninjutsu, með það að megin markmiði að skapa hljóðlausa, ósýnilega og banvæna launmorðingja. Ninjan var virk á mismunandi sviðum óhefðbundins stríðsrekstrar, þar sem sérsvið hennar var oftast launmorð, umsátur, njósnir, hryðju- og skemmdarverk. Ninjan líkt og samúræinn fylgdi sínum eigin siðareglum sem kallaðar voru ninpo. Þó ninja þyki almennt hafa verið sérstök tegund af sérhæfðum launmorðingjum þá samkvæmt nútíma iðkendum budo nin-juitsu, var sérgrein ninjunar ekki launmorð, heldur njósnir.

Það er almennt trúað því að hin forna ninja hafi verið kotbændur, sem bannað var með lögum að nema sverðlistir samúræjans vegna erfðastéttskiptingar samfélagsins. Mönnum greinir þó þar á, þar sem heimildir fyrir því að ninjur hafi einnig verið samúræjar starfandi sem njósnarar, hafa fundist.

Upphaf ninjunar þykir sveipað leyndardómi, sérstaklega þar sem ninjan skildi lítið eftir á skriflegu máli og lýstu aldrei tilræðum á hendur sér. Nákvæmur uppruni þessara stríðsmanna er óþekktur en lykilhlutverk þeirra í hernaði virtist vera nokkurs konar skæruhernaður þar sem þeir sáu aðalega um njósnir, launmorð og sérhæfð hryðjuverk til að skapa bæði ótta og ringulreið á svæðum óvinana.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.