[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hirðstjórar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hirðstjórar konungs á Íslandi frá 1270 til 1683: Framan af, það er að segja frá 13. öld og fram á miðja 15. öld, er oft mjög torvelt að greina hverjir voru eiginlegir hirðstjórar og hverjir umboðsmennn hirðstjóra eða fógetar, svo og hvort menn höfðu hirðstjórn yfir allt landið eða aðeins helming þess eða einstaka fjórðunga. Ketill Þorláksson er fyrsti maðurinn sem kallaður er hirðstjóri í konungsbréfi og á honum hefst Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar í Hítardal. Á undan honum höfðu ýmsir menn verið umboðsmenn konungs á Íslandi en óvíst er hvaða embættistitla þeir báru þótt hefð sé fyrir því að telja Hrafn Oddsson og Orm Ormsson fyrstu hirðstjórana.

Á 16. og 17. öld var hirðstjóri (höfuðsmaður) venjulega sjóliðsforingi eða aðmíráll í danska flotanum án fastrar búsetu á Íslandi. Í fjarveru höfuðsmannsins var hlutverkinu sinnt af fógeta.

Listi er ekki tæmandi.