16. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
16. janúar er 16. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 349 dagar (350 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 27 f. Kr. - Octavíanus færði öldungaráðinu aftur völd sín formlega. Í staðinn sæmdi það hann titlunum princeps og augustus sem sumir telja að marki upphaf rómverska keisaradæmisins.
- 1362 - Stormflóðið „Grote Mandrenke“ gekk yfir strendur Hollands, Englands, Þýskalands og Danmerkur og eyddi bænum Rungholt í Norður-Fríslandi þegar eyjan Strand, sem bærinn stóð á, hvarf að miklu leyti.
- 1387 - Sigmundur, síðar keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis, eiginmaður Maríu Ungverjalandsdrottningar, lét myrða tengdamóður sína, Elísabetu af Bosníu, og lýsti sjálfan sig meðkonung Ungverjalands.
- 1547 - Ívan grimmi varð keisari Rússlands.
- 1556 - Karl 5. keisari sagði af sér embætti. Bróðir hans, Ferdinand, tók við hinu Heilaga rómverska ríki og Filippus sonur hans tók við Spáni.
- 1605 - Fyrsta útgáfa Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes kom út í Madríd.
- 1761 - Bretar náðu Pondicherry á Indlandi af Frökkum.
- 1909 - Leiðangur Ernest Shackletons fann segulskaut Suðurpólsins.
- 1920 - Áfengisbann tók gildi í Bandaríkjunum.
- 1945 - Adolf Hitler fór í byrgi sitt.
- 1947 - Opnað var talsímasamband milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrstir töluðu saman Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra, og Thor Thors, sendiherra í Washington.
- 1957 - The Cavern Club var opnaður í Liverpool.
- 1960 - Kona varði doktorsritgerð í fyrsta skiptið á Íslandi við Háskóla Íslands: Selma Jónsdóttir, listfræðingur.
- 1966 - Metropolitan-óperan opnaði í Lincoln Center í New York-borg.
- 1973 - Fyrsti stóri skuttogarinn sem Spánverjar smíðuðu fyrir Íslendinga kom til Reykjavíkur: Bjarni Benediktsson RE 210.
- 1976 - Réttarhöld hófust yfir hluta hryðjuverkahópsins Rote Armee Fraktion í Stuttgart í Þýskalandi.
- 1979 - Íranska byltingin: Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari flúði ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands.
- 1981 - Herlögum var aflétt á Filippseyjum.
- 1987 - Forseta Ekvador, León Febres Cordero, var rænt af fylgismönnum herforingjans Frank Vargas.
- 1989 - Dönsku fyrirtækin De Danske Spritfabrikker, De Danske Sukkerfabrikker og Danisco sameinuðust undir nafni þess síðastnefnda.
- 1991 - Persaflóastríðið hófst með loftárásum bandaríkjamanna á Írak.
- 1992 - Borgarastyrjöldinni í El Salvador sem staðið hafði í tólf ár lauk með friðarsamningum í Mexíkóborg.
- 1993 - Pietro Pacciani var handtekinn, grunaður um að vera skrímslið í Flórens.
- 1995 - Snjóflóð féll í Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns fórust.
- 1995 - Mesta vindhviða á Íslandi mældist á Gagnheiðarhnúk, 74,2 m/s.
- 2003 - Sölusamningur um Búnaðarbankann var undirritaður.
- 2005 - Adriana Iliescu varð elsta kona heims til þess að fæða barn, 66 ára gömul.
- 2006 - Ellen Johnson-Sirleaf tók við embætti forseta Líberíu.
- 2012 - Átökin í Norður-Malí hófust.
- 2013 - Liðsmenn Al-kaída tóku hundruð erlendra starfsmanna gasvinnslustöðvar við In Amenas í Alsír í gíslingu.
- 2014 - Ný stjórnarskrá Egyptalands var samþykkt með 90% atkvæða en aðeins 38,5% kjörsókn.
- 2016 - Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lýsti því yfir að Íranar hefðu lagt niður kjarnavopnaáætlun sína.
- 2016 - 30 létust í hryðjuverkaárásum í Ouagadougou í Búrkína Fasó.
- 2020 – Mikhaíl Misjústín tók við embætti forsætisráðherra Rússlands eftir afsögn Dímítrí Medvedevs.
- 2022 - Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic var rekinn frá Ástralíu vegna þess að hann var óbólusettur við COVID-19-veirunni og gat því ekki tekið þátt í Opna ástralska meistaramótinu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1245 - Játmundur krossbakur, jarl af Lancaster, sonur Hinriks 3. Englandskonungs (d. 1296).
- 1604 - Loreto Vittori, ítalskt skáld og tónskáld (d. 1670).
- 1634 - Dorothe Engelbretsdotter, norskt skáld (d. 1713).
- 1704 - Finnur Jónsson, Skálholtsbiskup (d. 1789).
- 1795 - Carl Christian Rafn, danskur fornfræðingur og útgefandi fræðirita (d. 1864).
- 1812 - Jón Pétursson háyfirdómari (d. 1896).
- 1838 - Franz Brentano, austurrískur heimspekingur (d. 1917).
- 1859 - Jón Magnússon, stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1926).
- 1901 - Fulgencio Batista, kúbverskur herforingi (d. 1973).
- 1931 - Johannes Rau, þýskur stjórnmálamaður og 8. forseti Þýskalands (d. 2006).
- 1932 - Árni Björnsson, íslenskur þjóðháttafræðingur og rithöfundur.
- 1932 - Dian Fossey, bandarískur dýrafræðingur (d. 1985).
- 1933 - Susan Sontag, bandarískur rithöfundur (d. 2004).
- 1948 - John Carpenter, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1948 - Giorgio Demetrio Gallaro, ítalskur biskup.
- 1959 - Sade, nígeriskur söngvari.
- 1971 - Jonathan Mangum, bandarískur leikari.
- 1972 - Radivoje Manić, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Kate Moss, ensk fyrirsæta.
- 1979 - Aaliyah, bandarísk söngkona (d. 2001).
- 1981 - Nick Valensi, bandarískur gítaristi (The Strokes).
- 1983 - Tryggvi Sveinn Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Daisuke Sakata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Daiki Niwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1995 - Takumi Minamino, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 309 - Heilagur Marcellus, páfi.
- 1387 – Elísabet af Bosníu, drottning Ungverjalands (f. 1340).
- 1697 - Georg Mohr, danskur stærðfræðingur (f. 1640).
- 1789 - Egill Þórhallason, íslenskur trúboðsprestur á Grænlandi (f. 1734).
- 1794 - Edward Gibbon, enskur sagnfræðingur (f. 1737).
- 1815 - Emma, lafði Hamilton, ensk ástkona Nelson aðmíráls (f. 1765).
- 1896 - Jón Pétursson, íslenskur alþingismaður og háyfirdómari (f. 1812).
- 1919 - Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands (f. 1850).
- 1926 - Stefanía Guðmundsdóttir, íslensk leikkona (f. 1876).
- 1926 - Sigurður Jónsson, íslenskur ráðherra (f. 1852).
- 1942 - Carole Lombard, bandarísk leikkona (f. 1908).
- 1957 - Arturo Toscanini, ítalskur hljómsveitarstjóri (f. 1867).
- 1961 - Jóhannes Áskelsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1902).
- 1963 - Magnús Olsen, norskur málvísindamaður (f. 1878).
- 1969 – Jan Palach, tékkneskur stúdent og mótmælandi (f. 1948).
- 1980 - Jón Gíslason, þýðandi og skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (f. 1909).
- 1993 - Jón Páll Sigmarsson, íslenskur aflraunamaður (f. 1960).
- 1994 - Franz Mixa, austurrískur hljómsveitarstjóri (f. 1902).
- 2001 - Laurent-Désiré Kabila, kongóskur stjórnmálamaður (f. 1939).
- 2012 - Sigursteinn Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1968).
- 2021 - Phil Spector, bandarískur tónlistarframleiðandi (f. 1939).