193
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
193 (CXCIII í rómverskum tölum) var almennt ár sem hófst á mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Sosíusar og Ericíusar, eða sem árið 946 ab urbe condita.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Ár keisaranna fimm: Rómverska öldungaráðið kaus Pertinax sem eftirmann Commodusar gegn vilja hans.
- 28. mars - Pretóríuvörðurinn myrti Pertinax. Keisaradæmið var þá boðið upp og Didius Julianus bauð hæst, 300 milljón sestertíur fyrir hásætið. Landstjórarnir Clodius Albinus (í Britanníu) og Pescennius Niger (í Sýríu) gerðu báðir tilkall til keisaratignarinnar.
- 14. apríl - Septimius Severus var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
- 1. júní - Septimius Severus hélt inn í Róm og lét taka Julianus af lífi.