Bláfjöll
Bláfjöll eru fjallgarður á suðvesturhorni Íslands. Þau eru um 20 km suðaustan við Reykjavík á mörkum sveitarfélaganna Ölfuss, Kópavogs og Reykjavíkur. Bláfjöll ná 702 metra hæð í Bláfjallahorni.
Bláfjöll | |
---|---|
Hæð | 665 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Kópavogur, Sveitarfélagið Ölfus |
Hnit | 63°58′44″N 21°38′55″V / 63.978973°N 21.64856°V |
breyta upplýsingum |
Í Bláfjöllum er helsta skíðasvæði Höfuðborgarsvæðisins.
Bláfjöll opnuðu fyrsta árið 1974 með lyftunni sem fékk nafnið "Lilli klifurmús". Kóngsgil er svæðið kallað þar sem byrjað var að skíða í Bláfjöllum. Árið 1978 var suðurgilið opnað og svo var Eldborgargilið opnað árið 1980.